Frjáls fjölmiðlun er forsenda lýðræðislegs samfélags

Sala auglýsinga stendur undir prentun og dreifingu Fréttatímans í 80 þúsund eintökum. Auglýsingar standa hins vegar ekki straum af kostnaði við sterka ritstjórn. Með hóflegu framlagi almennings má nýta mikla dreifingu til að halda úti kröftugu blaði í mikilli útbreiðslu sem bregður upp raunsannri mynd af samfélaginu, veitir ríkjandi valdhöfum öflugt aðhald og hefur almannahagsmuni að leiðarljósi.

Eftir Hrun hefur nær öll fjárfesting í fjölmiðlum á Íslandi verið til að verja sérhagsmuni. Fyrir utan Ríkisútvarpið eru aðeins örfáir og veikir miðlar sem eru fyrst og fremst í almannaþjónustu. Allir stærstu miðlarnir utan Ríkisvarpsins eru í eigu sérhagsmunahópa eða einstaklinga sem hafa mikinn hag af því að móta samfélagsumræðuna. Frjáls fjölmiðlun hefur látið undan á Íslandi.

Fréttatíminn er fríblað sem hefur komið út á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Fréttatíminn er óháð og frjáls fjölmiðill sem tekur sér stöðu með almannahagsmunum gegn sérhagsmunum.

Kostur fríblaðsins er að það er alþýðlegt. Það berst til að allra og allir hafa jafnt aðgengi að efni þess. Hættan við netmiðla og áskriftarmiðla er að notendur þeirra lokist inn í bergmálshelli, að efni þeirra aðlagist þröngum notendahóp og aðgreining hans auki enn á þá sundrungu sem hefur skapast í samfélaginu við veikingu hefðbundinna fjölmiðla.

Vegna þess óskar Fréttatíminn eftir aðstoð þinni við að byggja upp öflugan almennan fjölmiðil sem veitir almannaþjónustu og sem hefur næga útbreiðslu til að geta orðið grunnur að breiðu samtali um hvert samfélag okkar eigi að stefna. Með því að gerast félagi í Frjálsri fjölmiðlun tryggir þú þér og mörgum öðrum frjálsan fjölmiðil og bætir með því samfélagið sem þú tilheyrir.

Frjáls fjölmiðlun er stuðningsfélag óháðrar blaðamennsku og Fréttatímans. Félagið mun hafa að markmiði að verja frjálsa fjölmiðlun á Íslandi og styðja fjölmiðlun í almannaþágu.

Lesa meira

Ég vil gerast félagi í Frjálsri fjölmiðlun

Hægt er að greiða félagsgjöld mánaðarlega eða greiða árið fyrirfram.

Greiða árið fyrirfram.

Eingreiðsla

Til baka